Ning de Jesus með tröllið úr Grænavatni. Mynd Bryndís Magnúsdóttir, fengin af veidivotn.is

Veiðivötn eru þekkt fyrir rígvæna urriða sem veiðast í bland við smærri fiska á svæðinu. Yfirleitt gefa þó nokkur vötn urriða sem vega 10 pund eða meira á einni vertíð. Sá stærsti til þessa var að veiðast og er engin smásmíði.

Það var Ning de Jesus sem veiddi fiskinn í Grænavatni. Urriðinn var engin smásmíði eins og myndin gefur til kynna, enda vigtaður 13,6 pund. Til þessa hafa þrjú vötn önnur gefið fiska á bilinu 9 til 10,5 pund. Verður fróðlegt að sjá hvort einhver slær við fiski Nings áður en vertíðin er úti.