Við Brunná í Öxarfirði, sjá hversu gríðarlegt fannfergi hefur verið þarna, þó er mikið búið að taka upp. Myndirnar eru frá Matthíasi Þór Hákonarsyni.

Það er komast líf í silungsveiðina á norðausturlandi þar sem hlýnað hefur verulega í veðri eftir vægt til tekið vetrarleg skilyrði frá upphafi vertíðar. Aðeins hin hlýja Litlaá sem skilaði veiði, en þar sem annars staðr var tærfært um bakka vegna iss og skafla. Matthías Þór Hákonarson let við í Presthvammi, Árbót og Brunná um helgia.

Rígvænn urriða hjá einum veiðifélaganum.
Matthías hampar einum flottum.

Þarna er m.a. myndir  úr Brunná en eins og sést á snjónum þá er langt í land að það verði auðir bakkar og það má búast við vatnavöxtum núna í hitanum. Veiddum Brunná á Lagardaginn og lönduðum 13 fiskum en Sandá var svo lituð að það var óveiðandi neðan við ármótin.

Matthías að landa vænum urriða úr Brunná.

Síðan vorum við líka í Presthvammi og Árbót í Laxá í Aðaldal og fengum þar fallega fiska. Þetta er því að komast í gang eftir erfiða byrjun. Stórkostlegt að komast loksins í veiði,“ sagði Matthías sem rekur umfansmikla veiðileyfasölu í ár á þessum slóðum, m.a. Mýrarkvísl sem opnuð verður nú um stundir fyrir alvöru. Þar er mikið af urriða af öllum stærðum og gerðum.