Agnes Viggósdóttir, Svalbarðsá
Agnes Viggósdóttir með 80 cm hrygnu úr Neðri Eyrarhyl í Svalbarðsá.

Svalbarðsá fer vel af stað, þar var opnað nú um mánaðamótin og í ljós kom að þar er talsvert af laxi og veiði góð. Við erum nýbúin að segja frá góðum opnunum í Hölkná og Hafralónsá þannig að Þistilfjörðurinn byrjar með stæl.

Það er veiðifélagið Hreggnasi sem að leigir ána og það eru sumir eigenda félagsins á vettvangi við opnun árinnar. Einn þeirra er Jón Þór Júlíusson sem sagði okkur að fyrsta vaktin, sem sagt opnunin, hefði gefið 4 laxa, en síðan væri hollið komið í 18 laxa og heill dagur eftir. „Hefur verið líflegt og skemmtilegt,“ bætti Jón Þór við.