Laxá í Aðaldal, Árni Geir
Árni Geir með 24 punda grútleginn höfðingja, þessi hefði verið eitthvað annað og meira þegar hann kom í ána í vor! En nógu magnaður er hann. Myndin er frá FB síðu Nesveiða í Laxá.

Þeir tínast inn stórlaxarnir, Árni Geir landaði t.d. í dag(gær) einum af þeim stærstu á sumrinu, ekki kom fram hversu langur hann var, en hann var veginn 24 pund!

Þetta var í Laxá í Aðaldal,á Nessvæðunum rómuðu, og fiskurinn tók á Grundarhorni sem er rómaður stórlaxastaður. Róleg veiði hefur verið í Laxá í Aðaldal í sumar eins og síðustu ár, en stóru laxarnir eru þarna alltaf þó mismargir séu og þeir halda athygli manna, það er vonin um að setja í slíkan fisk sem heldur ásókninni. Það er einfaldlega þannig að einn svona bolti er á við 5-10 smálaxa, eða þannig hugsa að minnsta kosti margir.