Fish Partner
Fegurð fluguveiðinnar.

VoV fékk fréttatilkynningu frá Fish Partner í dag, þar eru aldeilis tíðindi og menn ekkert að grotna niður í stólunum. Mikið hefur verið talað um skort á nýliðun í veiðinni síðustu ár, Fish Partner ætlar ekki að sitja hjá og gera ekkert.

Þingvallavatn, Fish Partner
Fish Partner er m.a. með flott svæði í Þingvallavatni….

Svona hljóðar fréttatilkynning þeirra: „Fish Partner hefur stofnað Íslensku fluguveiðiakademíuna. Akademían er fræðslumiðstöð sem hefur það markmið að miðla þekkingu og reynslu til áhugamanna um veiði. Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu. Stofnun Akademíunnar er svar eigenda Fish Partner við lítilli nýliðun á undanförnum árum og takmörkuðu framboði af veiðitengdri fræðslu hér á landi.

Flugukastkennsla með fagmönnum
Flugukastkennsla með fagmönnum….

Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar. Nú þegar liggur fyrir þétt dagskrá af námskeiðum og fyrirlestrum í vetur og eru þó nokkur til viðbótar í pípunum. Akademían er í samstarfi við Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar.

Stangarsmíði
Stnagrasmíði verður á boðstólum.

Af námskeiðum á dagskránni má nefna:

  • Flugukastnámskeið þar sem allir kennarar eru með FFI réttindi
  • Fluguhnýtingarnámskeiðfyrir byrjendur
  • Ljósmyndanámskeið með Matt Harris
  • Námskeið í stangarsmíðum
  • Þurrfluguhnýtingar
  • Að setja í þann stóra með Nils Folmer
  • Opið hús til æfinga í fluguköstum

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin og Akademíuna er að finna á vef Akademíunnar á: https://fishpartner.is/akademia/