Þurrflugan að gefa tröllin í Þingvallavatni

Þessi belgur þarf að éta aðeins meira, en er glæsilegur samt!

Urriðaveiðin í Þingvallavatnni gengur vel, en menn verða að breyta rétt, það fer eftir aðstæðum hvað fiskurinn nennir að taka. Núna eru það þurrflugur og þeir sem voru að klára á Ion svæðunum nutu leiðsagnar frá IO og árangurinn var frábær.

Þessi er í betri holdum, sleppti líklega hrygningu í fyrra…..

Það er kominn sá tími að það þarf að breyta til fiskurinn er þarna en ekki alltaf til í hvað sem er. Fyrir okkur var þetta tími fyrir þurrflugurnar og það reyndist raunin, sagði Stefán Sigurðsson um hóp sem Iceland Outfitters voru með á ION svæðunum. „Þetta var frábær dagur, fjörtíu fiskum landað og allt á þurrflugur,“ sagði Stefán. Eins og sjá má af myndunum þá eru þarna stórir skrattar inn á milli.