Urriðarnir í Þingvallavatni og flugurnar sem þeir taka

Þingvallavatn, Villigavatnsós
Glæsilegur urriði. Mynd fishpartner.com

Þau María og Ólafur í Veiðihorninu hafa verið dugleg að halda ýmisskonar viðburði nú á vordögum og veitir ekki af skemmtilegum uppákomum til að hita menn upp fyrir komandi átök. Í kvöld verður kynning á urriðanum í Þingvallavatni og nokkrum flugum sem hafa verið sérhannaðar til að ginna hann.

Hér má sjá sýnishorn. Mynd Heimir Óskarsson.

Urriðarnir í Þingvallavatni og flugurnar sem þeir taka er yfirskriftin og fyrir herlegheitunum fara Marek Imierski og Cezary Filjatowski sem hafa náð firna árangri í urriðanum með flugum sem þeir hafa hann og hnýtt sjálfir. Það er sjón að sjá þær, en á síðasta ári renndum við grein hér á VoV um flugur þessar. Nú hafa þær verið þróaðar enn frekar og fleiri hafa bæst við. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir að sögn Ólafs, en uppákoman hefst klukkan átta í kvöld.