Tungufljót, Syðri Hólmi
Gengið til veiða við Syðri Hólma í Tungufljóti.

VoV fór í sína árlegu mai-vísiteringu til Vestur Skaftafellssýslu. Við höfum farið ca viku af mai til að taka púlsinn, hvort að enn sé fiskur. Og það bregst aldrei, það er alltaf fiskur. Hér er fyrsta frétt af þremur, vísitering í Tungufljót.

Syðri Hólmi
Fiskur á við Syðri Hólma í vikunni, mynd -gg.

Síðustu tvo daga hafa VoV-verjar verið á ferð um V-Skaft og aðallega heimsótt þrjár þekktar sjóbirtingsár, Eldvatn, Tungufljót og Tungulæk. Við byrjuð á Tungufljóti. Áður höfðum við greint frá því að vorveiðin í Tungufljóti er líklega metveiði að vori. Veiðin þar er nú komin vel yfir 200 fiska sem er fáheyrt og ber uppsveiflu sjóbirtingsstofna á þessum slóðum frábært vitni. Við skoðun á veiðibók kemur í ljós að mikið er um fiska á bilinu 45 til 55-60 cm sem eru flestir geldir og gefur til kynna að enn muni bæta í, árgangarnir séu sterkir. Síðan eru tröll í bland að venju, m.a. hefur áin gefið 96 og 91 cm ferlíki.

Sjóbirtingur, Black Ghost
Black Ghost góður ævinlega….

VoV var á ferðinni í gær, tók þar eina vakt. Veður var ömurlegt sem hjálpar ekki þar sem neðstu veiðistaðir Tungufljóts eru frekar opnir fyrir nánast öllum áttum. En við einbeittum okkur að Syðri Hólma og Flögubökkum, sem eru neðstu staðirnir og hafa skv veiðibók gefið nánast alla vorveiðina. Er skemmst frá að segja að VoV landaði fimm fiskum og tyllti í fleiri. Allir komu úr Syðri Hólma, en við urðum líka varir við fiska í Flögubökkum. Þarna er enn talsvert fiski og miðað við reynslu okkar félaga þá verður það að minnsta kosti fram í miðjan þennan mánuð og gæti orðið lengu núna útaf kuldakastinu..