Siggi kominn heim?

Siggi Hall gerir „come back“ í Kjósinni í sumar, hann hefur nú verið ráðinn til starfa af nýjum leigutaka, Haraldi Eiríkssyni. Siggi, sem er mögulega besti kokkur landsins, hélt utanum matseld i Kjósinni þegar þríeykið Árni Baldursson, Skúli í Tékk-krystal og Bolli í Sautján voru með ána. Það voru dýrðartímar, mokveiði og Siggi við kjötkatlana.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar, en margir muna samt enn þá eftir „Laxasúpunni“ frægu…..Siggi var mættur á bakkann í opnun og fyrsti landaði laxinn fékk engin grið. Þessi súpa er til einhvers staðar í bókum, en þeir sem hana smökkuðu gleyma því aldrei.  Falleg tíðindi með óm úr fortíðinni.