„Feitir og vel haldnir“

Árni Friðleifsson og Emil Örn Árnason með glæsilegan urriða úr Skurðinum í morgun.

Við heyrðum nú í hádeginu í Árna Friðleifssyni sem er meðal þeirrra sem eru að opna Laxá í Mývatnssveit. Hann sagði alla sátta, en skilyriðin væru afar óvinsamleg.

„Við erum í Geirsstaðaskurði, gengur vel, búnir að landa sjö. Feitir og vel haldnir. Annars er búið að vera rólegt svona heilt yfir. Mjög hvasst og erfið skilyrði,“ sagði Árni. Við fáum frekari tíðindi af svæðinu frá fleiri veiðimönnum síðar í dag og fylgjumst grannt með þessari mögnuðu veiðistöð.