Lítur út vel með Jöklu í sumar

Tregluhylur í Jöklu, 75 km frá sjó og nýgengnir laxar að tala hitsaðar flugur. Myndin er síðan í fyrra og Sigurjón Ragnar á veg og vanda að henni.

Kunnugir hafa verið að spá áframhaldandi góðu gengi í Jöklu sem var með metveiði í fyrra þrátt fyrir ótímabært yfirfall. Staðan á laxastofni árinnar hefur vissulega verið gott, en ekki skiptir minna máli hver staðan á Hálslóni er með tilliti til yfirfalls, hvenær það kemur og hvað það stendur lengi. Strengir eru með svæðið á leigu og í frétt frá þeim segir:

„Staðan í Hálslóni er mjög hliðholl veiðimönnum. Sökum kulda og norðanáttar í maí er enn stöðug lækkun í lóninu og er vatnsstaðan núna komin niður fyrir stöðuna á sama tíma í fyrra og áætlað meðaltal og er enn á niðurleið.

Í fyrra fór Kárahnjúkastífla á yfirfall þann 23. ágúst eftir mikla hitabylgju um miðjan ágúst og Jökla varð óveiðanleg frá og með 24. ágúst. Að því gefnu að sumarið verði bara „venjulegt“ og engar óvenjulegar hitabylgjur, þá gæti allur ágúst verið yfirfallsfrír.“

Þarna gætu verið möguleikar fyrir veiðimenn að komast í feitt því þetta eru dagar sem seljast seint og með með l itoum fyrirvara einmitt út af yfirfallshættunni.