Laxveiðin að byrja – áhyggjur á áhyggjur ofan!

Urriðafoss, Þjórsá
Myndin er frá Urriðafossi,.

Laxveiðin hefst formlega á þriðjudaginn, í Urriðafossi í Þjórsá, en það er erfitt að vera laxveiðimaður, áhyggjur á áhyggjur ofan! Við tókum Stefán Sigurðsson hjá Iceland oUtfitters tali, en hann mun opna svæðið ásamt konu sinni frú Hörpu og fleirum.

„Það lítur mjög vel út með Urriðafoss, ég var orðin áhyggjufullur fyrir nokkrum dögum útaf litlu vatni, svo hlýnaði og nú hefur maður áhyggjur af því að það verði of mikið vatn!“, sagði Stefán, en bætti svo við: „En við erum búin að sjá nokkra fiska síðustu daga, svo það verður mjög líklega einhver fiskur á ferðinni.“

Svo koma þær koll af Kolli, næstar í röðinni Norðurá og Blanda, sú fyrri 4.júní, sú seinni 5.júní. Eflaust eru fyrstu laxarnir komnir í þær og fleiri, m.a. hafa sést laxar í Laxá og Bugðu í Kjós. Án vafa er svo kominn lax í Hvítá í Borgarfirði og líklegast allar götur upp í Kjarrá, en fyrrum, er veitt var í net miðaðist opnun við 20.mai og það var alltaf veiði, stundum, lítil en stundum líka umtalsverð.