Sumarhátíð Veiðihornsins

Einar Falur, Ólafur Vigfússon, Pétur Pétursson
Ólafur Vigfússon, í miðjunni, ásamt eiginkonu sinni Maríu, standa fyrir Sumarhátíð Veiðihornsins.

Veiðihornið blæs að vanda til Sumarhátíðar fyrstu helgi júnímánaðar. Þannig fagnar Veiðihornið nýju veiðisumri. Þessi uppákoma hefur ætíð fallið í góðan jarðveg.

Í fréttatilkynningu frá VH segir m.a.: „Fyrstu helgina í júní höldum við árlega Sumarhátíð okkar og fögnum með því nýju veiðisumri. Ómótstæðileg tilboð, happdrætti með frábærum vinningum, pylsur á grillinu og besta kaffið í bænum er ómissandi á sumarhátíð. Villimenn, Elías Pétur og Guðni Hrafn leiðbeina með val á flugum klukkan 13 á laugardag og sunnudag og FFI vottaði flugukastkennarinn Börkur Smári leiðbeinir með fluguköst klukkan 12 báða dagana. Nýja blaðið okkar Veiði 2020 er komið út og bíður þín.“