Húseyjarkvísl, Valgarður Ragnarsson
Flottur geldfiskur úr Húseyjarkvísl.

Veiði byrjaði í Húseyjarkvísl í morgun og oft hefur verið harðræði, enda áin á Norðurlandi og ekki á vísan að róa með veðurfar. En veðrið var samt gott og áin gaf vel af sér.

Á vef Veiðiflugna stóð meðal annars þetta: „Í Skagafirði er nú sunnan andvari, sól og 6°c hiti. Veiðimenn leyfðu hitastiginu að rísa áður en þeir fóru út og hófu leika upp úr kl. 13.  Samkvæmt nýjustu tölum hefur 10 fiskum verið landað á fyrsta klukkutímanum. Mesta veiðin er á neðri svæðunum og stærð fiska á bilinu 55-70 cm, mest geldfiskur. Iða Trailer og Black Ghost hafa skilað allri veiðinni.“