Tungulækur.
Búinn að setja í hann niðri í Skaftá....myndirnar allar tók Theodór Erlingsson.

Það er erfitt að halda tölur fyrir Tungulæk því tímabundið vantar þar veiðihús og men eru að senda skýrslur fram og til baka. En þar er enn frábær veiði. Theodór Erlingsson sendi okkur flott myndasafn, nýlega tekið. Geggjuð á, Tungulækurinn!

Tungulækur.
Komið að því.
Tungulækur.
Maður veiðir ekki svona fisk á hverjum degi!
Tungulækur.
Mældur í snarheitum. Mikil gleði.
Tungulækur.
Þetta er áttatíu plús….

Tungulækur er ekkert meðaldæmi. Hann er svo örstuttur að það eru áhöld um það hvers vegna hann getur geymt svo mikið af fiski á takmörkuðum hrygningarsvæðum. Seiðasleppingar svara spurningunni að hluta, en þarna hefur verið svo mikil hrygning að blandast hafa holur sjóbirtinga og laxa og úr orðið laxbirtingar sem geta náð furðu mikilli stærð, allt að 10 punda fiskar hafa sést og nýverið var landað þar 78 cm fiski sem engin leið var að greina hvort að væri geldur birtingur, laxbirtingur eða eitthvað annað.

Tungulækur, sjóbirtingur
Og þarna fer ‘ann!

Hvað sem þeim pælingum öllum líður þá er enn mikið af fiski í Tungulæk og verður fram eftir mai, rétt eins og í öðrum ám á svæðinu. Við bjóðum lesendum núna að njóta myndasafnsins sem Theodór sendi okkur, myndir þessar eru teknar í vatnaskilum Tungulækjar og Skaftár, flestar að því er virðist í hinum gjöfula veiðistað Frystikistu. Þarna er veiðimaður að upplifa eina af stóru stundunum í veiðimannslífi sínu, að landa tröllvöxnum birtingi og sleppa honum aftur…..