Þingvallavatn, Villigavatnsós
Glæsilegur urriði. Mynd fishpartner.com

Veiði hófst í Þingvallavatni í dag, hálfum mánuði fyrr en venjulega og allt fór vel af stað. Að minnsta kosti 60 var landað á ION svæðunum og margir hristu sig af. Enn fremur voru opnuð svæði á framfæri Fish Partner, t.d. Kárastaðir og þar gekk einnig vel.

Við heyrðum í Jóhanni Rafnssyni sem er umsjónarmaður ION svæðanna. Hann sagði að dagurinn hefði verið flottur, veðurblíða framan af og fullt af fiski að auki. „Þau tóku það mjög rólega sem voru að veiða, en lönduðu samt um 60 fiskum og misstu marga,“ sagði Jóhann. Við fáum meira frá Jóhanni á morgun, en slógum á þráðinn til Kristjáns Rafns, sem er einn eigenda Fish Partner og leigutaki m.a. Villingarvatnsáróss og Kárastaða. „Þetta var góður dagur á Kárastöðum, menn byrjuðu seint og það var búið að landa sjö fiskum þegar ég fór, menn eru enn að veiða og besti tíminn framundan, það var eitthvað rólegra á Villingarvatnsárósi,“ sagði Kristján.