eLDVATN
Geggjaður Eldvatnsbirtingur úr síðASTA HOLLI.

Enn er fínasta sjóbirtingsveiði í Vestur Skaft og veðurspáin batnandi! Það er nú eitthvað, þeir sem staðið hafa vaktina hafa verið í tómum leiðindum, veðurfarslega séð. En sem betur fer er svo mikið af fiski.

Gullkistan, Eldvatn.
Einn flottur úr Gullkistunni.

Jón Hrafn Karlsson, leigutaki Eldvatns var í sambandi við okkur og sagði: “Eldvatnið er dottið í gang ! Veiðin í Eldvatni fór rólega af stað en hefur glæðst jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á vorið , í apríl komu tæplega 100 fiskar á land. Í dag var hópur að ljúka 3jaa daga veiðitúr og gerðu þeir sér lítið fyrir og lönduðu 69 fiskum. Fiskurinn er enn dreifður um ána frá Hundavaði niður í Gullkistu(átmót Steinsmýrarvatna)“

Samkvæmt upplýsingum Jóns Hrafns er fiskur enn að þétta sig og því fjarri því alveg farinn. Enn gætu verið tvær góðar vikur eftir af góðri veiði.