Eystri Rangá, Jóhann Davíð
Fallegur smálax veiddur við Hrafnakletta í Eystri Rangá . Mynd Jóhann Davíð Snorrason

Það má eitt og annað sjá út úr hinum vikulegu tölum angling.is, m.a. að smálaxagöngur í Norðlenskum ám eru í flestum tilvikum slakar og nær það ástand allt til Þistilfjarðar í austri. Á sama tíma virðist vera nóg af þeim smáa í öðrum landshlutum. Pétur Pétursson leigutaki Vatnsdalsár segir þetta vera rannsóknarefni.

„Þetta er magnað og vissulega rannsóknarefni, að einn landshluti fái ekki sterkar göngur á sama tíma og aðrir landshlutar fá það.  Smálaxagöngur þessara landshluta eru greinilega að éta á breytilegum stöðum, en það gerir þetta þeim mun óskiljanlegra, að það litla sem við erum að fá af smálaxi er fiskur í fínum holdum þannig að ekki er það átubrestur, a.m.k. ekki hjá öllum fiskinum,“ sagði Pétur í samtali við VoV.