Lokastaða úr Tungufljóti í gær

Tungufljót, Syðri Hólmi
Gengið til veiða við Syðri Hólma í Tungufljóti.

Lokatsðan úr Tungufljóti í gærdag var 38 stykki, það róaðist eftir því sem að kólnaði. Hitastigið er lykilatriði á þessum tímapunkti. En 38 á fyrsta degi er frábært.

Tungufljót 2019
Flottur birtingur úr Tungufljóti í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbergi Guðbrandssyni þá var stærsti fiskurinn um 76 cm, það var um morguninn og var ekki toppað. Þeir risastóru koma bara seinna.