Eggert Skúlason
Eggert er hér með flottan smálax. Myndin er af FB síðu kappans.

Eggert Skúlason fyrrverandi fréttahaukur hefur greint frá því að hann vinni nú að nýrri seríu Sporðakasta, tuttugu árum eftir að hann lauk síðustu seríu. Þeir sem aldur hafa til muna að þættirnir voru faglega unnir, vandaðir og sérlega skemmtilegir.

VoV heyrði í Eggert og spurði hann útí hvar yrði tekið upp á komandi sumri. Hann vildi ekki segja of mikið um það, en sagði þó þetta:  „Við förum á tvo lítt þekkta staði á hálendinu og veiðum þar stóran silung, ef veiðigyðjan hefur á okkur velþókknun og svo er stefnt á að endurtaka leikinn í Víðidal og fleiri og fleiri staði. Má ekki segja allt strax.“