Björn Kristinn Rúnarsson með glæsilega hrygnu úr Hnausastreng í Vatnsdalsá.Myndin tekin í fyrra.

„Þetta er bara er það sem það er, Norðurlandið er slakt og sama má segja ár víða ef tölur eru skoðaðr. Það er merkilegt að sjá hvað veiðin er kaflaskipt eftir landshlutum, nokkrar ár á Norðausturhorninu í góðu formi og nokkrar vestanlands líka,“ sagði Björn kristinn Rúnarsson leigutaki í Vatnsdalsá í samtali við VoV.

VoV hleraði Björn þegar vikutölurnar birtust á miðvikudagskvöld og fram eftir fimmtudegi. Þetta er slakt fyrir Norðurlandi og hér í Vatnsdalnum er það engin undantekningn. Síðasta sumar var slakt en gaf þó 477 laxa. „Það er ekki að fara að breytast neitt út haustið, það væri komið ef það var á dagskrá. Það koma hér inn einhverjir laxar af silungasvæðinu þegar veðrabreytingar verða, en að þessu sinni skiptir það engum sköpum.

Björn bætti við þetta, að sjóbirtingur væri í mikill sókn, en mun minna hafi verið af bleikju en áður. „Það var holl hér um daginn með 14 laxa, en milli 60 og 70 silunga sem voru að stærstum hluta sjóbirtingar. Það eykur auðvitað gæðin í laxleysinu, þetta eru 3 til 7 punda birtingar og þeir hafa veiðst hérna upp í 84 sentimetra, en þetta er gefið út sem laxveiði. En það hjálpar vissulega að stangirnar eru meira og minna með allt í keng,“ sagði Björn að lokum.

En þetta er ekki allt saman dauði og djöfull. Í Vopnafirði brosa menn breytt og myndu eflaust gera það við Jöklu líka ef að yfirfall hefur ekki lokað yrir alla veiði. Þar er metveiði 815 laxar, en áin náði því ekki í síðustu viku, aðeins sjö laxar náðust á land og því vantaði átta til viðbótar til metjöfnunar.

Þá er það Rangárþingið þar sem Eystri Rangá og Affallið standa upp úr með fingraförum Einars Lúðvíkssonar á seiðasleppingunum. Ytri Rangá er og verður í öðru sæti, en hún er vel að baki síns besta af og til síðustu árið.

Að öðru leyti hafa flestar ár skriðið fram úr ófremdartölum síðasta árs. Ekki þó allar.