Esther Vogel með stórlax úr ánni fyrr í sumar. Myndin er af FB síðu Árna Baldurssonar.

Þeir hafa verið nokkrir 100plús laxarnir í sumar og þeir hafa víða veiðst. Sá síðasti veiddist í dag og Stóra Laxá kom sér á 100plús kortið

Laxinn veiddi Esther Vogel á fjórða veiðisvæði Stóru Laxár í Hreppum í dag og eins og sjá má af myndinni er þetta hinn glæsilegasti hængur.