
Það hefur verið slangur af 100 cm-plús löxum í sumar. Flestir eins og svo oft áður í Nesi í Laxá í Aðaldal. En ár eins og Blanda, Víðidalsá, Jökla og Laxá í Dölum hafa einnig komið við sögu. Nú var komið að Fnjóská.
Þórður Þorsteinsson lét okkur vita af þessu, laxinn veiddist um helgina og Þórður sendi okkur skýrslu: „Hér er mynd af félaga mínum Gunnari Jónssyni frá Akureyri sem landaði um helgina 100 cm hæng af Merkurbreiðu á svæði 4 í Fnjóská. Leginn og líklega gengið í ána snemma í júní. Tók rauðan frances 1″ túbu. Rúmlega 100 stk komnir á land í heildina og mikið af laxi á svæði 1, hollið sem hætti í hádeginu (á mánudaginn) eftir 2 daga veiði í landaði 22 löxum. Talsvert betri veiði en í fyrra. Sá stóri var fluttur í þar til gert kar við bæinn Nes og verður notaður til undaneldis í haust.“