Benjamín Þorri Bergsson með "kusuna".

Risableikja veiddist í Eyjafjarðará um helgina. Sjóbleikjuveiði hefur verið góð í ánni og víðar og eftirminnilegir fiskar að nást á land.

Risableikjuna veiddi Benjamín Þorri Bergsson, 14 ára, á svæði 5 í Eyjafjarðará. Fiskurinn var hvorki meira né minna en 70 cm langur. Algjört tröll eins og sjá má á myndinni sem að við pikkuðum upp á FB síðu Jóns Gunnars Benjamínssonar.