Ari Þórðarson með 85 cm birting úr Húseyjarkvísl.

Það veiðast víðar stórir sjóbirtingar heldur en í Vestur Skaftafellssýslu og í Laxá í Kjós. Húseyjarkvísl í Skagafirði hefur lengi verið ein besta sjóbirtingsveiðiá landsins og þar verða birtingar gríðarlega vænir.

Glæsilegur sjóbirtingshængur, 85 cm, úr Húseyjarkvísl.

Ari Þórðarson sagði okkur frá skemmtilegri veiðiferð sem hann var að ljúka, var með félögum sínum í Kvíslinni í þrjá daga og lét vel af. „Flottum túr lokið og frábær veiði staðreynd. Við veiddum og slepptum alls 23 fiskum, 9 löxum og 14 sjóbirtingum. Stærstu fiskarnir voru 85 cm, bæði laxar og birtingar. Þetta er stórskemmtileg á með mikið af stórum sjóbirtingum og löxum,“ sagði Ari