Brynjar Þór Hreggviðsson búinn að setja í vænan lax í Damminum. Myndir tók Höskuldur Birkir Erlingsson

Blanda er allt í einu laus, Lax-á sagði upp samningi og virðist hafa haft fullt umboð til þess, því að eftirmálin er enginn. Blöndu- og Svartárbændur eru nú að finna út hvernig best er að haga hlutunum. Ása- og Norðurár formið virðist best…

Blanda fer eflaust í sama far og Laxá á Ásum og Norðurá og samkvæmt upplýsingum  VoV hafa margir sýnt áhuga og sent inn erindi til stjórnar. „Stjórn hefur fundað með allmörgum aðilum og það verður eflaust fundur fljótlega“, sagði viðmælandi sem ekki veldi láta nafn sitt við fréttina. Það skýrist sem sagt allt á næstu dögum.