Byrjaði vel í Húseyjarkvísl

Húseyjarkvísl, Valgarður Ragnarsson
Valgarður Ragnarsson með flottan birting úr Kvíslinni í gær.

Það var flott byrjun í Húseyjarkvísl í gær, 50 fiskum landað og fín stærð. Í dag var staðan hins vegar orðin erfiðari, meiri kuldi og það tók fyrir tökur og aðstæður.

Valgarður Ragnarsson, leigutaki árinnar, er á vettvangi og hann sagði fyrsta daginn hafa verið frábær, en daginn ´æi dag verri, komin bálhvöss norðanátt og kuldi eftir því. Fimmtíu fiskar í gær, þrír í dag. „Þetta voru 50 til 80 cm fiskar, báða daganna,“ sagði Valgarður í samtali við VoV.