Árni Baldursson með glæsilegan stórlax úr Stóru Laxá í gær.

Árni Baldursson leigutaki Stóru Laxár í Hreppum opnaði efsta svæði árinnar í gær ásamt nokkrum vina sinna og óhætt er að segja að vel hafi farið af stað og lax fannst víða á hinu víðfeðma svæði.

Reynir M.Sigmundsson með stóra hrygnu úr Dagmálahyl.

„Hvílíkur opnunardagur á svæði 4, að minnsta kosti tíu laxar náðust á land og nokkrir sluppu. Þar á meðal voru nokkrir mjög stórir,“ svohljóðandi voru skilaboð frá Árna. Laxar veiddust víða og meðal hylja sem nefndir voru má nefna Hólmabreiðu og Dagmálahyl.