Fallegur sjóbirtingur

Það er gaman að fletta síðunum á veida.is, alls konar í boði, meðal annars fyrir höfuðborgarbúa svæði sem að furðu fáir vita af, Hraun í Ölfusi. Þó hefur það svæði lengi verið gjöfult sjóbirtingssvæði.

Veiðisvæði Hrauns er niður af ósi Varmár útí Ölfusá. Þó fer lítið fyrir tærri rönd, nema efst. Þar er oft bleikja. En neðar er ríki sjóbirtingsins.

Á vef veida.is segir: „Veiðin á Hrauni í Ölfusi hefur verið fín í sumar og vor. Mikið af fiski hefur verið á svæðinu og margir átt flotta daga. Við fengum skýrslu frá Jan gura sem var á svæðinu í gær, ásamt félaga sínum – þeir náðu samtals 20 sjóbirtingum. Flestir fiskarnir voru á bilinu 45-60 cm en þó voru 5 fiskar yfir 75 cm langir og sá lengsti var 89 cm langur. Flott veiði hjá þeim félögum og allir þeir stóru fengu að synda aftur útí ána.“