Hið árlega veiðiblað Veiðihornsins, Veiði 2017 – vor og sumar, er komið úr prentvélunum og hefst frí dreifing þess til áhugasamra í verslun Veiðihornsins í Síðumúla strax við opnun í fyrramálið.
Þau Veiðihornshjón María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon hafa gefið þetta blað út árlega síðustu árin og hefur það þótt vandað og fallegt. Um útgáfuna nú sagði Ólafur í skeyti til VoV: „Veiði 2017 kemur út í fyrramálið, 1. júní. Við opnum klukkan 9. Engin ástæða til að fara í biðröð því við prentuðum 5.000 eintök. Blaðið er 100 síður, smekkfullt af vönduðum veiðibúnaði. Góð ráð og fróðleikur í bland. Við vonum að stærsta veiðiblað landsins falli í kramið sem endranær,“ sagði Ólafur.