Aðstandendur Angling iQ hafa greint frá því að stórar betrumbætur hafa verið gerðar a veiðiappinu umtalaða og virkni þess og geta komin langt  út fyrir það sem áður var.

Ólafur Ragnar Garðarson sagði m.a. þetta: „Undanfarna mánuði hefur ekki heyrst mikið frá okkar herbúðum en við höfum verið að vinna að viðbótum og endurbótum á appinu samhliða því að notendafjöldinn okkar hefur verið að aukast mikið. En það er ekki það sem við ætlum að kynna núna, því við höfum einnig verið að vinna að vefviðmóti fyrir Angling iQ með allri þeirri virkni sem „appið“ hefur. Núna geta notendur Angling iQ því nálgast öll sín gögn á vefnum sem og fylgst með veiðinni í ám og vötnum út um allan heim, þar á meðal Íslandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Angling iQ samfélagsmiðill fyrir stangveiðimenn þar sem auðvelt er að halda utan um sína eigin veiðidagbók sem og fylgjast með öðrum veiðimönnum og vatnasvæðum. Hægt er að vista fiska með nytsamlegum upplýsingum eins og lengd, þyngd, tegund fisks, beitu/flugu og vatnasvæði. Í raun bíður Angling iQ uppá veiðibók eins og við íslendingar þekkjum fyrir flest öll veiðisvæði á landinu þannig að það hægt er að fylgjast með veiði í tilteknu veiðisvæði í rauntíma.“