Elín Björg með glæsilega hrygnu úr Straumfjarðará. Mynd Jón Þór Ólason.

Straumfjarðará hefur farið nokkuð líflega af stað og lax að „reytast inn“ þessa daganna, eins og haft er eftir Jóni Þór Ólasyni formanni SVFR sem hefur verið í opnunarhollinu.

„Straumfjarðará er draumur í dós. Laxinn er að reytast inn, einir þrjátíu við Nýja brú og slatti að renna sér upp Sjávarfossinn,“ segir Jón Þór í status á FM. Svipaða sögu hefur verið að segja um helstu árnar í nágrenninu. Laxinn í Straumu er blanda af smálaxi og stærri fiskum. Strauma lúrir þó ekki á sérlega sterkum stórlaxastofni þó að einn og einn fljóti með. En skemmtileg er hún eins og Jón Þór segir, „draumur í dós“.