Flottur hængur úr Hnausastreng í Vatnsdalsá. Mynd Björn Kr. Rúnarsson

Nýjar tölur frá angling.is. Eystri Rangá heldur áfram að vaða framúr og þar eru góðir hlutir að gerast. Það dalar hins vegar í Urriðafossi, en bæði Miðfjarðará og Ytri Rangá sækja í sig veðrið. Vopnafjarðarárnar og þær í Þistilfirði eru auk þess í fínum gír, nóg vatn, lax að ganga…kíkjum á vikutölurnar

Það eru að koma skot í Sogið, þessi lenti í góðum bardaga á Syðri Brú. Myndin er frá veida.is

Eystri Rangá     1183 – 557 (281 – 170 -142 – 63)

Urriðafoss         560 – 58 (75 – 108 – 63 – 72)

Miðfjarðará        493 – 186 (105 – 84 -55 – 39 – 24)

Ytri Rangá          467 – 166 (127 – 71 – 36 )

Selá í Vopn         374 – 170 (142 – 46 -16)

Þverá/Kjarrá       355 – 104 (111 – 62 – 17)

Blanda               325 – 60 (90 – 40 – 25 – 25 – 31)

Elliðaárnar          303 – 66 (-84 – 72  – 81 – 45)

Haffjarðará         256 – 71 (52  – 42  – 51)

Hofsá í Vopn        232 – 106 (72 – 37 – 13 – 4)

Laxá í Aðaldal      217 – 61 (42 – 44 – 26 )

Grímsá                210 – 61 (55 – 28 – 35 – 21)

Laxá á Ásum       202 – 94 (54 – 36 – 12)

Norðurá              184 – 77 (24 – 28 – 26 -18 – 4)

Jökla                  137 – 61 (28 – 34 – 14)

Víðidalsá            133 – 31 (45 – 21 – 16 )

Svalbarðsá         128 – 42 (59 – 27)

Brennan              127 – 1 (4 – 15 – 14 -39 – 19 – 35)

Vatnsdalsá           121-  57 (22 – 21 – 8 )

Hafralónsá          112 – 47 (65 – 41)

Laxá í Leirársv.  105 – 30 (41 – 18 – 15)

Flókadalsá           100 – 22 (20 – 25 – 33 – 16)

Þær voru ekki allar komnar inn með nýjar tölur um miðnætti, geymum þær þá. En eins og sjá má þá eru sumar árnar með örlítið skárri tölu, en þetta er samt afar langt frá góðu, jafnvel miðlungssumri. Það er slatti af laxi, en minna samt en síðustu sumur. Þetta glæðist kannski með haustinu ef að það rignir duglega. Við verðum að sjá til með það. En það er miklu meira á angling.is