Veiði er nú nýlega hafin á Nessvæðum Laxár í Aðaldal og það var ekki að spyrja að því, í morgun kom þar á land stærsti lax sumarsins til þessa, 107 cm hængur.
Veiðin hófst síðdegis á þriðjudag og veiddust fjórir á fyrstu vakt. Svo kom bomban í morgun er Hilmar Hafsteinsson landaði 107 cm dreka í Vitaðsgjafa og notaði gömlu góðu klassísku fluguna White Wing númer 6. Þetta er stærsti lax sumarsins til þessa, áður voru komnir einir þrír um meterinn, 101,5 cm í Laxá í Kjós, 101 cm í Víðidalsá og annar slíkur í Blöndu. All margir yfir 90 cm hafa einnig verið togaðir að landi víðs vegar um land.