Urriðafoss, Þjórsá, Hjálmar Árnason
Það getur verið snúið að landa laxi í Urriðafossi! Myndin er fengin af FB síðu IO.

Vikutölur voru að tínast inn hjá angling.is fram á nótt og ekki öll kurl komin til grafar er VoV þótti gott komið og fór í háttinn. Af því sem komið var og upp úr stóð var tvímælalaust vikutalan úr Urriðafossi í Þjórsá, þar sem segja má að hafi verið sannkölluð mokveiði.

Sem sagt, 169 laxar veiddust í Urriðafossi yfir vikuna á aðeins fjórar stangir. Heildartalan var þar með komin í 399 laxa og svæðið lang efst á lista angling.is.

Slatti var kominn af öðrum tölum, við ætlum að bíða eftir fleirum. Látum duga hér í viðbót að geta nokkurra á sem nýlega hafa opnað og birtar voru tölur úr í fyrsta skipti á þessu sumri. Það eru:

Ytri Rangá/V-Hólsá    31

Laxá í Aðaldal            22

Flókadalsá í Bo          17

Laxá á Ásum              17

Vatnsdalsá                  15

Hvítá-Langholt            10

Skjálfandafljót N           9

Hrútafjarðará                7