Kristján Páll Rafnsson, Þingvallavatn, Kárastaðir
Kristján Páll Rafnasson hjá Fish Partner með einn rosalegan hjá Kárastöðum.

Urriðaveiðin hefur farið afar vel af stað á helstu svæðunum í Þingvallavatni, þ.e.a.s. á ION svæðunum Þorsteinsvík og Ölfusvatnsvík, sem og Villingavatnsárósi. Önnur svæði, eins og t.d. Kárastaðir,  hafa einnig gefið fiska og er mikið af boltafiski eins og vænta mátti.

ION svæðin, Þingvallavatn, Stefán Bjarnason
Stefán Bjarnason með einn rosalegan af ION svæðunum, 87 cm! Myndin er fengin af FB síðu ION.

Þeir sem hafa umsjón með ION svæðunum hafa látið frá sér að dagsveiðin hafi farið í 50-60 fiska og mikið hafi verið um 70 til 80 cm fiska og sá stærsti sem greint hefur verið frá var heilir 87 cm. Veðurfar hefur tíðum verið fremur erfitt, vindasamt í meira lagi. Hins vegar hjálpar að urriðinn liggur yfirleitt nærri landi.