Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters með einn flottan úr H+olsá í vikunni.

Allskonar svæði eru í umræðunni í vorveiðinni, lítið hefur verið sagt frá Hólsá, eystri bakka, frá ármótum Þverár og Eystri Rangár og niður undir og niður með Ytri Rangá, þegar hún bætist við. Það er ekkert smávegis flæmi, en þarna er fullt af fiski og eðli málsins samkvæmt liggur hann ekki allur úti í hafsauga, heldur nærri landi…í kastfæri.

Það eru leigutakar að þessu svæði, en IO, Iceland Outfitters eru með þetta í umboðssölu og Stefán Sigurðsson, annar eigenda IO sagði að lítið hefði verið farið framan af apríl vegna veðurs og aðstæðna. Hann skrapp þó í „leiðinda veðri“ í vikunni og setti í nokkra fína fiska. Aðrir hafa gert slíkt hið sama og fengið 2-4 fiska, þannig að þarna er veiðivon þegar vorið færist nær. Það hefur fáum sögum farið af þessu svæði síðustu ár, en þarna er mikið af fiski.