Svo virðist sem að góðir hlutir séu að gerast í Laxá í Aðaldal. Þar hefur verið niðursveiflu í nokkur ár, en núna, þessa daganna, er nokkuð líflegt. Við heyrðum í Jóni Oddi Guðmundssyni sem að „lenti í því“, að landa níu löxum í dag (laugardag) með félaga sínum á Laxamýrarsvæðinu.

Félaginn var Vigfús Orrason og það er einmitt gott að hafa hann sem fylgdarmann, því hann þekkir þetta svæði út og inn. Síðasta miðvikudag gaf angling.is upp að 44 laxar væru komnir á land úr Laxá sem er býsna gott miðað við síðustu ár sem hafa verið fremur dræm í Laxá.
„Við vorum kannski bara á réttum stað á réttum tíma, en við fengum fimm neðan við Æðarfossa á morgunvaktinni og síðan tvo í kvöld á Mjósundi og einn á Hraunhorni. Síðan kom einn úr Brúarhyl,“ sagði Jón Oddur. Þetta voru laxar öðru hvoru megin við 80 cm og þrír smálaxar sem allir voru 60-65 cm. Geggjuð veiði hjá þeim félögum