Blanda
Glímt við lax í Blöndu.

Kristinn Ingólfsson, eigandi veiðileyfavefsins veida.is hefur enn bætt við sig skrautfjöðrum. Veidi.is er einn stærsti, ef ekki stærsti veiðileyfavefur landsins. Þar er fjöldi landeigenda og leigutaka með holl og daga í umboðssölu undir dyggri stjórn Kristins.

Nýjasta nýtt á veida.is eru lausir dagar, holl og stangir á svæðum Blöndu og Svartár í Austur Húnavatnssýslu. Svæðin voru áður í leigu Lax-ár, sem sagði upp samstarfinu og eftir það tók félagið Starir ehf við svæðunum. Starir eru með mörg fræg og frábær svæði, m.a. Þverá/Kjarrá, Brennutanga, Strauma, Víðidalsá, Langadalsá við Djúp og nú Blöndu og Svartá.