Blanda
Glímt við lax í Blöndu í morgun! Myndin er af FB síðu Árna Baldurssonar, fyrrverandi leigutaka.

Kristinn Ingólfsson, eigandi veiðileyfavefsins veida.is hefur enn bætt við sig skrautfjöðrum. Veidi.is er einn stærsti, ef ekki stærsti veiðileyfavefur landsins. Þar er fjöldi landeigenda og leigutaka með holl og daga í umboðssölu undir dyggri stjórn Kristins.

Nýjasta nýtt á veida.is eru lausir dagar, holl og stangir á svæðum Blöndu og Svartár í Austur Húnavatnssýslu. Svæðin voru áður í leigu Lax-ár, sem sagði upp samstarfinu og eftir það tók félagið Starir ehf við svæðunum. Starir eru með mörg fræg og frábær svæði, m.a. Þverá/Kjarrá, Brennutanga, Strauma, Víðidalsá, Langadalsá við Djúp og nú Blöndu og Svartá.