Ragnheiður Thorsteinsson
Ragnheiður Thorsteinsson var í annað skiptið kjörin til stjórnarsetu á aðalfundi SVFR sem fram fór í dag. Myndin er af FB síðu Ragnheiðar.

Aðalfundur SVFR var í dag og var Jón Þór Ólason formaður sjálfkjörinn til framhalds þar sem ekkert mótframboð barst. Meiri spenna var um kjör til stjórnarsetu þar sem fimm sóttust eftir þremur sætum. Smá spenna því þar.

Tveir úr sitjandi stjórn óskuðu eftir endurkjöri og fengu það, þau Ólafur Finnbogason og Ágústa Katrín Guðmundsdóttir. Þriðja hólfið fyllti Ragnheiður Thorsteinsson sem reyndar hefur áður setið í stjórn SVFR. Er þetta í fyrsta sinn sem tvær konur sitja saman í stjórn félagsins? Þeim Karli Lúðvíkssyni og Lúðvíg Brynjarssyni gengur bara betur næst.