Þjórsá, smálax
Smálax úr Þjórsá í mai!

Það voru nokkrir reynsluboltar að veiða í Urriðafossi á miðvikudaginn, aðstæður erfiðar og mikið vatn. En þeir lönduðu nokkrum löxum…þar á meðal smálaxi! Og það er óvenjulegt. Þegar smálaxar koma snemma fram í afla, þá veit það á „góðar“ göngur.

Það var Jón Þorsteinn Jónsson sem veiddi laxinn og hann sagði: „Sæll var við veiðar í Þjórsá i dag (miðvikudag) við gríðarlega erfiðar aðstæður áin i 720 rúmmetrum og einn flaumur i gegn. En settum í nokkra laxa. En það sem er fréttnæmt að eg landaði 54 cm nýgengnum smálaxi. Ég man ekki eftir því á mínum veiðiferli að hafa séð smálax í mai mánuði. Var við veiðar i Þjórsá i fyrra þann 14 júní og þá kom fyrsti smálaxinn úr ánni. Tel að þetta viti á gott um mikla smálaxagengd.“

Haraldur Eiríksson, jafn mikill reynslubolti sagði: „Já þetta er 5 pundari þeir veiðast ekki snemmsumars nema gott smálaxaár sé i vændum“. Sama segir sagan sem Björn Blöndal hélt til hgas í bókum sínum. Ef að stór hængur kæmi snemma yrði gott stórlaxaár, ef að smálax kæmi snemma yrði gott smálaxaár. Bæði hafa gerst, á myndum frá Urriðafossi má sjá að það eru hængar og nýjustu tíðindi að það séu líka smálaxar. Gleðilegt sumar kæu veiðimenn!“