Iceland Fishing Guide bætir við sig svæðum í Aðaldal

Frá Presthvammi í Aðaldal
Prá Presthvammi í Aðaldal

 

Iceland Fishing Guide hefur bætt við sig urriðasvæðum neðan virkjunar í Aðaldal.

Iceland Fishing Guide eða Matthías Hákonarson hefur bætt við í flóruna sína tveimur svæðum neðan virkjunar í Laxá í Aðaldal.

Um er að ræða Staðartorfu og Syðra-Fjall, tvær stangir á hvoru svæði. Staðartorfa hefur á undanförnum árum verið leigð til Stangveiðifélags Reykjavíkur og síðastliðið sumar seldu Fishpartners á Syðra-Fjall. Iceland Fishing Guide hefur því tekið í sölu þrjú svæði því auk þessara tveggja sem hér eru nefnd selur Matthías í Presthvamm.

Allgóð urriðaveiði hefur verið undanfarin ár á Staðartorfunni og þar er einnig laxavon þegar líða tekur á sumarið. Þá er veiðisvæðið á Syðra-Fjalli einnig gott urriðasvæði en lítil ástundun á svæðinu undanfarin ár kemur fram í lægri veiðitölum.