Uppstytta í hrognagreftrinum

Þarna er frjóvguðum hrognum sturtað ofan í stút, ofan í holuna sem búið er að grafa. Mynd GÁ

Við birtum myndir um helgina af hrognagreftri í Vopnafirði við hörmulegar aðstæður, í frosti og hríðarveðri. Verkefnið heldur áfram, hvað sem veðrinu líður. Í dag var komið blíðskaparveður og gaman að geta birt myndir sem sýna betur hvað er í gangi, og hversu fallegt er á fallegum vetrardegi.

Hrognin grafin í Vesturdalsá. Mynd GÁ
Góður dagur að kveldi kominn og fegurð Vopanfjarðar er mögnuð. Mynd GÁ

Á aðalmyndinni sést hvar frjóvguðum hrognum er helt í stút, í gegnum hann fara þau í holu sem grafin hefur verið. Staðurinn er sérvalinn. Eins og við greindum frá í síðustu frétt þá er þetta ræktunaraðferð sem reynst hefur afar vel þar sem hún hefur verið reynd. Þetta verkefni nær til allra Vopnafjarðarána, Selá, Vesturdalsá, Hofsá og Sunnudalsá og er hluti af mun stærra heildarverkefni sem miðar að því að styrkja villta laxastofna á svæðinu og auka við búsvæði þeirra.