Þröstur Elliðason, Jökla
Þröstur Elliðason með glæsilega hrygnu úr Jöklu fyrir skemmstu.

Líkt og í Vopanfjarðaránum þá er veiði að fara vel af stað í Jöklu sem elur von í brjósti um að Norðausturhornið sé allt saman, ekki bara Vopnafjörðurinn, að taka skref uppá við eftir nokkur fremur mögur ár. Við höfum flutt fréttir af frábærum byrjunum í Hofsá og Selá, hér kemur viðbót frá Jöklu.

 

Jökla fór áglætlega af stað, en hefur sótt í sig veðrið ef marka nmá póst frá Þresti Elliðasyni leigutaka árinnar. Hann segir: „Jöklusvæðið er heldur betur að detta í gang, í fyrradag komu 13 laxar á land og í gær voru þeir 23 talsins. Laxinn er mikið til 70-80 cm með nýgengna smálaxa inn á milli og er að veiðast á öllum svæðum. Vatnshitinn í Jöklu er búinn að vera að rokka á milli 10-15,5°C síðustu daga og framundan er besti tími sumarins. Það er kominn lax í Laxá, Fögruhlíðará og Kaldá og því geta veiðimenn notið alls þess sem Jökla og hliðarár hafa upp á að bjóða.