Urriðafoss, Þjórsá
Myndin er frá Urriðafossi,.

Komin er lokatala úr spútnikstaðnum Urriðafossi í Þjórsá. Þetta sumarið veiddust þar 747 laxar. Aðeins er þriggja ára reynsla af skráðum stangaveiðum á svæðinu og þó að reynslan sú sé lítil, þá er þetta alveg í stíl við þann tröppugang sem verið hefur.

Þá er átt við, að í fyrra veiddust 1320 laxar og svæðið var algerlega geggjað. Fyrsta stangarveiðisumarið veiddist svipað og nú, 755 laxar og þótti frábær frumraun. Urriðafoss er verulega háður aðstæðum. Í sumar, í þurrkunum, var Þjórsá t.d. bæði vatnslítil (miðið við sitt norm) og að auki gruggugri út af því hversu heitt var í veðri langtímum saman. Öll þessi þrjú sumur hefur veiðin hins vegar verið frábær framan af en dalað þegar á hefur liðið. Fyrir tíma skráninga eru hins vegar mörg dæmi um að síðsumars- og haustveiði hafi verið góð, allavega með skotum, og alltaf sjóbirtingur á ferðinni að auki. Þeir hafa verið allt að 14 pund, en algengt 3 til 5 pund.