Hér er hinn ungi John með tröllið sitt. Myndin er fengin af FB síðu Nesveiða.

Einn stærsti lax sumarsins kom á land á Nesveiðunum í Laxá í Aðaldal í gærmorgun (miðvikudag), um var að ræða hrikalegan hæng sem mældur var 109 cm!

Ungur veiðimaður, John Lesdsom að nafni, veiddi laxinn í Presthyl  á hálfrar tommu Sunrey Shadow. Laxá hefur verið afar róleg í sumar, en alltaf lúrir hún samt á þessum tröllum og hafa þau nokkur komið á land á þessu sumri.