Martin Bell, Einar Falur, Eystri Rangá
Glímt við lax í Eystri Rangá. Mynd Einar Falur.

Á þessu skrítna sumri er Eystri Rangá algeralega að landa þessu. Þar hefur allt gengið að óskum og heppnast vel.

Hvað sagði Einar Lúðvíksson umsjónarmaður svæðisins við okkur í kvöld? „Það voru 92 í dag og heildartalan er 1034.“ Við það getum við bætt að það voru 84 laxar daginn áður. Þannig að hér er laxinn að ganga á fullu.

Veiði hefur verið vaxandi í Eystri Rangá síðustu daga. Stefnt hefur í fyrsta hundrað laxa daginn og hann kom næstum því í dag,92 laxar og 84 í gær. Þetta er það besta sem boðið er upp á á Íslandi í sumar fyrir utan Vopnafjörð og Þistilfjörð.