Jökla hefur verið að minna á sig síðustu daga. Veiðin þar fór rólega af stað, en hefur öll verið að koma til að undanförnu. T.d. var átta löxum landað úr ánni í gær.
Í skeyti sem okkur barst frá Þresti Elliðasyni, leigutaka Jöklu segir: „Það er allt að koma í Jöklu því það komu 8 laxar á land í gær, flestir vænir og stærstur var 94 cm hængur úr Klapparhyl. Hingað til hafa flestir laxarnir verið að veiðast í Hólaflúð en nú sló inn svæðið í kringum hliðarána Laxá. Skilyrði eru góð, frábært vatn og stefnir í góðan júlímánuð.“
Við þetta má bæta að Breiðdalsáin hefur gefið sína fyrstu laxa, en verið lítið veidd enn sem komið er.