Ofan á þurrkana kemur þetta!

Lítið vatn í Stóru og það hefur áhrifr. Mynd Árni Baldursson.

Þrátt fyrir dembur síðustu daga eru ár á sunnan- og vestanverðu landinu ansi vatnslitlar. Sumar jafnvel enn í grjóti. Þegar þessi veruleiki liggur fyrir er það hrollvekja að segja frá því að núna eru netin farin aftur niður í Ölfusá og Hvítá.

Árni Baldutrsson er bæði landeigandi og leigutaki veiðisvæða á þessum slóðum og hann segir að þessu tilefni: „Netin eru komin niður aftur …Uppár Árnesýslu eru vatnslausar , Stóra Laxá er að þrotum kominn með rennsli aðeins upp á 4 – 6 Rúmmetra. Laxinn okkar kemst ekki upp í ána sína á leið sinni heim upp á hrygningarstöðvarnar , hann er einhverstaðar ráðvilltur niður í Hvítá. Nú eru netin kominn niður af fullum krafti , lítið og tært vatn er í Ölfusá og Hvíta , kjör aðstæður fyrir netaveiðibændur að valda sem mestu tjóni á hrygningarlaxinum sem kemst ekki upp árnar. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað verður drepið af laxi núna í netunum. Við erum með hinar ýmsu opinberar eftrilitstofnanir reknar af ríkinu svo sem Fiskistofu , Veiðimálastofnum ofl , þessar stofnanir hafa það verkefni að halda uppi veiðistjórnun og vernda fiskistofnana okkar. Netaveiðibændum í Ölfusá og Hvíta hafa ekki verið settar neina reglur , engar nýtingaráætlanir , engir veiði kvótar,  ekki neitt , þessar stjórnlausu netaveiðar hafa ekki náð athygli þessara eftirlitstofnana , þeim er sko alveg nákvæmlega sama ! Þetta er ekki neinn smá skandall , þetta er alvöru skandall , við höfum tekið mörg skref núna í áttina að því að útrýma Íslenska Laxastofninum , og bætum bara við dash af fiskeldi í sjókvíum þá er þetta bara búið … til hamingju með það allir , þá getum við bara farið á bútasaum og prjóna námskeið hjá veiðifélagi Árnesinga og Fiskistofu. Árni Baldursson p.s veiðin á Íslandi er sú versta á landsvísu í manna minnum og skiptir þá ekki máli hvort árnar hafa vatn eða ekki, ætla menn ekki virkilega að vakna upp? Myndin er frá Stóru Laxá svæði 4 , horft upp í Heimahylji. Stóra Laxá er ein alfallegasta á í veröldinni , en tollurinn sem tekinn er af henni .. guð hjálpi mér!“