Hitað upp fyrir Sporðaköst

Austurá, Sporðaköst
Við tökur s.l. sumar, laxi sleppt neðan við Kambsfoss í Austurá í Miðfirði.

Frá því hefur verið greint að fréttamaðurinn fyrrverandi Eggert Skúlason hafi verið að gera klára nýja röð Sporðakastaþátta, þátta sem teknir voru upp á liðnu sumri, en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld. Í kvöld var smá upphitun í höfuðstöðvum Sýnar.

Eggert Skúlason, Lilja D. Alfreðsdóttir
Eggert í góðum félagsskap Heiðars Sýnarstjóra og Lilju Alfreðsdóttur ráðherra menningarmála. Augljóslega tók Eggert myndina sj+alfur.

„Jú, það var smá Sporðakastahittingur í höfuðstöðvum Sýnar áðan í tilefni þess að fyrsti þáttur verður frumsýndur á Stöð 2 annað kvöld. Það gladdi mig sérstaklega að ráðherra menningarmála Lilja D. Alfreðsdóttir  gat heiðrað okkur með nærveru sinni og sömuleiðis Heiðar Már Guðjónsson stjórnarformaður Sýnar. Takk fyrir. Fannst veiðisleggjurnar vera sáttar við sýnishornin sem sýnd voru,“ sagði Ekkert í skeyti til VoV. Veiðimenn eiga eftir að sjá margt fjölbreytt og skemmtilegt, og stóra fiska, ekki bara laxa.